Nú er 24. janúar og rétt rúmlega 60 dagar þangað til veiðitímabilið hefst. Inná vefsölu veiða.is eru nú 5 veiðisvæði og önnur 5 á leiðinni þangað inn. Meðal þeirra sem eru á leiðinni inná vefinn er Brúará, Svartá, Hlíðarvatn og laus holl í Búðardalsá. Fleiri svæði munu svo fylgja þar á eftir. Við viljum núna vekja sérstaka athygli á apríl hollunum í Eldvatni í Meðallandi. Eldvatn er eitt besta sjóbirtingssvæði landsins og upplagt fyrir veiðimenn að byrja tímabilið þar. Með leyfunum fylgir eitt besta „Self Catering“ veiðihús landsins. Átta 2ja manna herbergi með sér sturtu, góð setustofa/eldhús, pottur, grill o.s.frv. hérna má sjá lausu hollin í Eldvatni og hér fyrir neðan má sjá myndbrot frá opnun Eldvatns vorið 2012.
Hér til hliðar er ein alvöru BleikjuKusa sem Gunnar Már Kristjánsson veiddi í Brúará í fyrrasumar.
{avsplayer videoid=157 playerid=1}