Nú loksins hyllir undir að bið okkar veiðimanna sé á enda, 1. apríl er handan við sjóndeildarhringinn. Það eru að sjálfsögðu fjölmargir sem stefna á veiði fyrstu daga mánaðarins og hér eru nokkrir áhugaverðir kostir:

Brúará – Fyrstu dagar tímabilsins eru bókaðir en laust er frá 5. apríl. Verð kr. 2.700.

Galtalækur – Fyrstu 4 dagarnir eru bókaðir en laust er frá 5. apríl. 2 stangir eru seldar saman og kostar dagurinn 19.800.

Eldvatn í Meðallandi – Fyrsta lausa hollið er 5-7. apríl og svo eru nokkur önnur holl laus í apríl. Verð á stangardag kr. 20.000. Mjög gott veiðihús stendur veiðimönnum til boða.

Vatnamótin – Nokkur holl eru laus í Vatnamótunum en vorveiðin þar er oft góð vel inní maímánuð. Hægt er að senda póst á info at veida.is fyrir nánari dagsetningar.

Önnur veiði – 1. apríl opna nokkur vötn í kringum Reykjavík og við minnum á að þeir sem eru á póstlista veiða.is fá veiðikortið á betra verði. Svo eru dagar lausir í Minnivallalæk í byrjun apríl einnig.