Í vatnamótunum var góð veiði í morgun. Á morgunvaktinni komu um 30 birtingar á land. Framan af degi var svolítill vindur og súld eða rigning en þegar leið á daginn fór að snjóa. Þegar haft var samband austur, um kl. 18:00, var hvít jörð yfir að líta. Þá var heildartala veiddra birtinga í dag komin yfir 40. Stærri hluti þeirra birtinga sem sett var í í dag voru niðurgöngu fiskar, sá stærsti áætlaður um 12 pundin. Sá hefur verið ríflega það í haust. Góður hluti var þó sprækur geldfiskur, 2-3 pund. Fylgst verður áfram með veiði í Vatnamótunum næstu daga.


Veiða.is hafði samband við Áslaugu á Spóastöðum til að forvitnast um gang mála í dag. Veðrið var ágætt í dag, hægviðri framan af degi og hitinn °6-7. Veiðimenn sem voru við ánna í dag náðu 3 eða 4 bleikjum en fannst helst til mikið vatn í ánni. Nokkur úrkoma hefur verið að undanförnu og snjóalög að minnka í fjöllum. Áfram verður fylgst með veiði í brúará á næstu dögum. 


Litlaá er eitt af veiðisvæðunum hér á vefnum en þar byrjaði veiðin einnig nú fyrsta apríl. Vetralegt var einnig yfir að líta á bökkum árinnar en það koma ekki að sök því 60-70 fiskar koma þar á land, sá stærsti um 75 cm langur. 


V&V birti í dag fréttir frá helstu sjóbirtingsvæðum suðurlands. Aflabrögð voru æði misjöfn en þó sínu best í Tungulæk þar sem veiðimenn sögðust vart hafa frið fyrir fiski. Höfðu þeir veitt hátt í 100 fiska á þremur tímum þegar blaðamenn V&V litu við. Nánar inná V&V.


Inná vef stangveiðifélags Keflavíkur kemur fram að veiði í Geirlandsá hafi verið með miklum ágætum í morgun. Viðbrögð urðu strax við fyrsta kasti og á fyrsta klukkutímanum var 10 fiskum landað, þar af 8 geldfiskum. Fiskarnir voru flestir á bilinu 2-5 pund. Nánar inná vef svfk