Búðardalsá, Laxá á Refasveit og Gufuá í Borgarfirði er allt ár sem eru hér inná veiða.is. Bæði er hægt að nálgast upplýsingar um árnar, en einnig að kaupa veiðileyfi í þær. Allar þessar ár hafa nú opnað með miklum ágætum, síðast Laxáin, nú 1. júlí.

 

Í opnun Laxá á Refasveit komu alls 20 laxar á land. Mikið af fiski er í ánni og er hann dreifður um alla á. Hann er meira að segja komin uppá fjall. Góður hluti fisksins er vænn 2ja ára lax. Hér inni á veiða.is hefur verið hægt að nálgast nokkra september daga í Laxáinni en nú var að detta inn frábærir júlí dagar, 7-9. júlí. Það er ljóst að þeir sem grípa þá daga gætu átt von á góðu.

Búðardalsá opnaði 24. júní. Fáir fiskar komu á land fyrstu dagana, m.a. vegna þess að nokkrir dagar voru ekki nýttir. Nú eru ca. 30 laxar komnir á land en hollið sem lauk veiðum í gær landaði 11 fiskum. Mikið af laxi er komin í ánna og sáu menn stórar göngur ganga í hana um helgina. Síðasta lausa hollið í Búðardalsá í sumar, fór í morgun.

Gufuá í Borgarfirði opnaði 24. júní. Fyrsta daginn komu 8 laxar á land. Nú hafa um 20 laxar verið bókaðir. Að sögn veiðimanna sem voru þar fyrir skemmstu, þá heldur laxinn sig neðarlega í ánni, þar sem sjávarfalla gætir í ósnum. Hér inni má finna góða daga í Gufuá.