Staðið hafa yfir framkvæmdir við veiðihúsið Árhvamm við Hofsá, Vopnafirði í vetur og er þeim nú lokið. Eftir breytingu á húsinu er boðið upp á 7 tveggja manna herbergi með baði, þar af eitt herbergi með aðgengi fyrir hjólastól, og tvö eins manns herbergi með aðgang að baði. Einnig hefur verið sett upp gufubað fyrir veiðimenn.
Á síðasta ári var umhverfi hússins fegrað og tyrft í kringum húsið. Nú hefur öll aðstaða fyrir veiðimenn verið stórbætt og geta nú veiðimenn notið góðrar aðstöðu og umhverfis í veiðhúsinu meðan þeir stunda veiðar við ánna.
Að þessu tilefni verður opið hús í veiðihúsinu Árhvammi fimmtudaginn 14. júní, kl. 17:00-19:00. Allir eru hjartanlega velkomnir að skoða framkvæmdir, samfagna og njóta veitinga.
Þess má geta að undir laus veiðileyfi hér á síðunni má sjá nokkra lausa daga í Hofsá, þar á meðal daga nú um mánaðarmótin.