Brúará er ein af betri bleikjuám landsins. Iðulega skipar hún sér sess meðal þeirra 10 aflahæðstu. Ástundun og fjöldi nýttra stangardaga við Brúará hefur s.s. verið mismunandi gegnum tíðinni en heldur virðist þó hafa dregið úr viðveru veiðimanna við ánna og getur líklega tvennt spilað þar stórt hlutverk.

Annars vegar það orð sem fer af henni að hún sé erfið og dágóðan tíma þurfi til að læra á hana og hitt, að veiði hafi dregist mikið saman í ánni og bleikjunni fækkað. Ekki ætlum við að rengja það að til að ná árangri í Brúará þurfi góða ástundun og mikinn áhuga, en veiðitölur úr ánni, sem fengar eru frá veiðimálastofnun, benda ekki til þess að bleikjustofn árinnar sé í frjálsu falli, heldur frekar til þess að hann sé í mikilli sókn og að ná jafnvægi aftur.

Eins og sést á myndinni hér til hliðar þá tók veiði í ánni ákveðna dýfu á árunum 2005-2008, en síðustu ár hefur veiðin tekið við sér aftur og er nú komin í sitt fyrra horf. Mikill áhugi var á Brúará eftir aldamótin og var hún mikið stunduð. Eins og áður sagði þá virðist ástundun vera minni nú og spurning er hvort það geti átt þátt í því að stofnin er að hjarna við en svo er einnig spurning hvort nýliðun bleikjuseiða í ánni sé á uppleið. Ekki er þó hægt að fullyrða um það, enda engar rannsóknir til sem benda ti þess.
Burtséð frá ofangreindum vangaveltum þá virðist sumarið vera að ganga í garð, aftur, og nóg er af lausum stöngum í Brúará fyrir þá sem vilja spreyta sig við ána.

 

Umræða um Brúará á veiða.is