Nú höfum við tekið í sölu nokkur holl í Búðardalsá fyrir sumarið 2012. Hægt er að skoða þau hér fyrir ofan undir Laus veiðileyfi.
Búðardalsá er tveggja stanga á, þar sem leyfilegt er að veiða á flugu og maðk. Eftir 1. september er eingöngu leyfð fluguveiði. Innifalið í verði veiðileyfis er mjög gott hús með allri aðstöðu. Sumarið 2008 gaf áin 674 laxa, sem var besta ár í sögu hennar. Meðalveiði síðustu fjögurra ára (2008-2011) eru 539 laxar á ári eða 6 laxar á dag. Það gerir 3 laxa á stöng á dag að meðaltali. Því hefur Búðardalsá verið ein af aflahæstu ám landsins, sé miðað við stangarfjölda.
Nánari upplýsingar um Búðardalsánna er hægt að nálgast hér á vinstri hliðinni.