Nú höfum við skráð veiðileyfi í Hvolsá og Staðarhólsá, tímabilið 2020, á vefinn. Nú þegar eru flest hollin í júlí og ágúst, bókuð. Meðal þeirra holla sem enn eru laus, núna 9. desember, eru 13-15. og 15-17. júlí. Í ágúst 4-6., 6-8., 16-18. og 24-26. ágúst. Hérna má finna lausa daga.

Leyfilegt er að veiða á flugu og maðk í Hvolsá og Staðarhólsá og veitt er á 4 stangir. Aðgangur að mjög góðu veiðihúsi fylgir leyfum í Hvolsá og Staðarhólsá.