Veiða.is er nú með í gangi litla, óvísindalega, könnun á facebók síðu vefsins þar sem spurt var hvort viðkomandi ætti eftir að kaupa veiðileyfi fyrir sumarið 2012. Af þeim sem nú hafa tekið afstöðu segja um 80% JÁ, „þeir eiga eftir að kaupa veiðileyfi fyrir sumarið 2012“ en einungis 7% segja NEI. Þessi litla könnun styður þá tilfinningu sem margir hafa haft, að veiðileyfasala fari hægar af stað heldur en oft áður. Eins og allir vita þá þurfa veiðimenn að fá útrás fyrir veiðiþörf sína og því verður spennandi að sjá hvernig þeir gera það. Flykkjast menn í vötnin sem aldrei fyrr eða munu leyfin í hinar „hefðbundu“ veiðiár skríða út fyrir sumarið? Það er spurningin.