Nú fer þeim fækkandi veiðidögunum á þessu stangveiðitímabili. Ekki er þó enn búið að draga gluggatjöldin fyrir og því er mögleiki fyrir áhugasama að ná sér í daga í lax- og sjóbirtingsám víða um land. Ekki er því að neita að róleg laxagengd hefur dregið úr almennum áhuga á veiði hjá hópi veiðimanna en á móti hafa ýmsir leigutakar ánna íhugað lækkun leyfa, svona undir lok tímabilsins. En hvaða dagar eru eftir hér inni á veiða.is?

Nokkrir dagar eru eftir í Gufuá en áin hefur sýnt fína takta inná milli í sumar. Veitt er á 2 stangir í ánni. Sést hafa nokkrir dagar þar sem 5-8 laxar hafa komið á land og allt uppí 15. Nú um mánaðarmótin lækkar dagstöngin niður í 11.500 sem ætti að vera viðráðanlegt fyrir flesta

Hofsá hefur verið á fína róli í mest allt sumar. Nú er ca. 760 laxar komnir á land í ánni og hér inni vefnum eru örfáar lausar stangir í september.

Nóg af fiski er í Leirá og nú er stóri birtingurinn mættur í ánna og því má búast við að september geti verið spennandi fyrir þá sem kíkja í Leiránna þá. Hér inni á vefnum eru 4 stangardagar lausir.

Af öðrum ám sem eiga lausa daga er til að mynda Hafralónsá, Fljótaá, Jökla, Hvolsá og Staðarhólsá, Mýrarkvísl og Vatnsá. Kíkið endilega undir LAUS VEIÐILEYFI hér á síðunni.

Þó svo að ekki sé mikið um sjóbirtingsleyfi hér inni á vefnum þá getum við auðveldlega aðstoðað veiðimenn við að ná í góða daga á Góðu verði á þeim slóðum. Sendið fyrirspurn á [email protected]