Veiðimessa Veiðiflugna verður haldin um helgina. Hér er frábært tækifæri fyrir veiðimenn til að kynna sér allt það helsta tengt veiði, nú þegar tímabilið er að byrja fyrir alvöru. Kíkið á tilkynninguna frá Veiðiflugum hér að neðan og skoðið dagskrá helgarinnar HÉR.

 

Veiðimessa Veiðiflugna verður haldin í annað sinn núna um helgina 2-3 júní.
Veiðimessan er Veiðisýning fjölskyldunnar.
Sýningin er bæði skemmtun og fróðleikur um veiði og veiðivörur.

Báða dagana kl. 15.00 verður Klaus Frimor með kastsýningu á túninu fyrir neðan Langholtsskóla og þeir sem hafa séð til hans vita að þar er á ferðinni snillingur í
Öllum mögulegum köstum. Hann sýnir allt sem hægt er að framkvæma með flugustöng og linu , allt frá grunn köstum og til þess hvernig hægt er að kasta fyrir horn.
Þetta er sýning sem fluguveiðimenn mega ekki láta fram hjá sér fara.

Bubbi Morthens kemur í búðina kl. 14.00 á laugardag og tekur nokkur lög í tilefni dagsins og mér grunar að Völundur á vaðlinum verði á þeirri dagskrá.
Völundur á vaðlinum er samið um Völla í Nesi og er eitt af frábærum veiðilögum Bubba.

Steingrímur Einarsson fluguhjóla gúrú verður í búðinni og kynnir sín frábæru hjól, bæði Invictus og Plús hjólin. Við bjóðum fría áletrun með hjólunum um helgina og þeir sem fjárfesta í þessum frábæru hjólum fá 30% afslátt af línu frá Guideline með. Eins og veiðimenn vita í dag eru Guideline línurnar besti kosturinn á stöngina þína.

Við verðum með kynningu frá Reykás á reyktum og gröfnum laxi ásamt því að Gunni og Ási kynna bókina sína og DVD myndina Leitin að Stórlaxinum. Þeir verða með frábært tilboð á þessu stórkostlega skemmtiefni.

Tilboðin á veiðivörum verða hreint út sagt frábær. Klaus Frimor kynnir nýju EXCEED stöngina sem hann hannaði og við gefum 15% afslátt af henni alla helgina ásamt því að með hverri stöng fylgir veiðidagur í Varmá og kastmyndband með Klaus Frimor.

Við verðum einnig með tilboð á Kispiox vöðlum og skóm á 44.900 og með því tilboði fylgir einnig veiðidagur í Varmá. Kispiox vöðlurnar eru 4 laga öndunarvöðlur og skórnir eru frábærir, léttir og sterkir og halda vel við ökklann.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Strengir og Hreggnasi kynna fyrir gestum okkar þau veiðisvæði sem þeir hafa á sínum snærum og við verðum með happahyl sem hægt er að skrá sig í. Það verða veglegir vinninga í Happahylnum eins og veiðileyfi í Soginu og fleira.

Síðast en ekki síst verða nýjar sendingar frá Patagonia og Korkers kommnar í hús, en Korkers hefur slegið í gegn hjá Íslenskum veiðimönnum eins og annarstaðar sem þessir vöðluskór hafa komið.

Verið velkominn með fjölskylduna á Veiðimessu Veiðiflugna helgina 2-3 júní í skemmtun og fróðleik.

Kv.Oddný og Hilmar.