Eitt það skemmtilegasta sem maður gerir þegar veturinn gengur í garð og biðin í næsta veiðitúr virðist óendanlega löng, er að skoða veiðimyndir og veiðimyndbönd. Jú, að sjálfsögðu er maður oft á tíðum að orna sér við minningar annarra, en einnig að láta sig dreyma um skemmtilegar stundir á bökkum ár og vatna næsta sumar.
Hér inni á vefnum hjá okkur má finna ógrynni af veiðimyndum og myndbrotum. Í sumar og haust höfum við verið að fá til okkar myndir frá því veiðisumri sem nú er á enda runnið. Hér er hægt að skoða þær myndir sem komnar eru inná vefinn.
Við hvetjum alla sem vilja deila með okkur minningum frá liðnu sumri, að senda okkur myndir á [email protected].