Nú er einungis einn mánuður þar til vertíðin hefst og er margir veiðimenn farnir að spá og spekúlera hvar eigi fyrst að bleyta í færinu þetta vorið. Koma þar allmörg vatnasvæði til greina, bæði ár og vötn. Áður en haldið er af stað er þó mikilvægt að huga vel að öllum útbúnaði; kanna ástand veiðilínu, taka til í veiðitöskunni og rifja upp hvort vöðlurnar hafi nokkuð lekið í síðasta veiðitúrnum í haust.
Veiðisvæðum, sem opna strax í byrjun apríl, hefur fjölgað nokkuð undanfarin ár apríl. Sem dæmi um slík veiðisvæði er vorveiðin í Grímsá og Laxá í Kjós. Aðrar veiðiár sem opna í apríl eru til dæmis Brúará, Geirlandsá, Tungufljótin bæði, Vatnamótin, Litlaá, Tungulækur, Minnivallarlækur, Varmá, Sogið, Vatnasvæði Lýsu og Galtalækur. Veiðivötn sem líkleg eru til að draga til sín veiðimenn eru til að mynda Vífilstaðavatn og Meðalfellsvatn.
Nú er bara að setja sig í stellingar, velja sér veiðisvæði og stökkva af stað, eftir einungis 30 daga.