Tilboð, sem bárust í útboði veiðifréttar í Straumfjarðará, voru opnuð í fyrradag, 26. ágúst. Stjórn veiðifélagsins hefur nú farið yfir tilboðin og félagsfundur, sem verður á þriðjudaginn í næstu viku, mun ákveða við hvern verður samið til næstu 4ra ára. Samtals bárust 14 tilboð frá 9 aðilum. 10 af þessum tilboðum voru hærri en núverandi leiguverð er á Straumfjarðaránni. Leiguverð í hæstu tilboðunum, er um 20% hærra en núverandi leiguverð. Að vonum er stjórn veiðifélagsins hæst ánægð með niðurstöðu útboðsins. Þó ekkert hafi fengist staðfest í þeim efnum, þá er talið að félag núverandi leigutaka, Snasi ehf. og Hreggnasi ehf. sé með 2 af þeim tilboðum sem koma sterklega til greina þegar ákveðið hver verður leigutaki næstu 4ra ára.
Veiðin í Straumfjarðará í sumar hefur verið mjög góð. Áin er nú að nálgast 600 laxa sem er ótrúleg bæting frá fyrra ári þegar einungis 238 laxar komu á land. Veitt er með 4 stöngum og leyfilegt agn er fluga.