Silungasvæði Víðidalsár er neðsti hluti Víðidalsár áður en hún rennur í Hópið. Svæðið er eitt af betri silungasvæðum landsins. Mikið af vænni sjóbleikju veiðist á svæðinu en einnig veiðast vænir sjóbirtingar. Algeng stærð á bleikjunni er 2-3 pund, en 4-6 punda bleikjur veiðast iðulega.
Leyfðar eru 3 stangir og eru þær ávallt seldar saman.
Hérna má finna laus holl á Silungasvæðið í Víðidalsá næsta sumar