Veiðin hefur svo sannarlega tekið góðan kipp nú síðustu 2-3 daga. Daglega heyrum við skemmtilegar sögur af Þingvöllum þar sem veiðimenn glíma við Ísaldarurriðann og svo eru minni vötnin í og við Reykjavík svo sannarlega komin í gang. Ágæt veiði hefur verið í Elliðavatni og Meðalfellsvatni og svo er Vífilsstaðarvatn komið í gang. Eiður Valdemarsson kíkti þar við í gær og náði 22 bleikjum. Eiður sagði að mikið líf hefði verið í vatninu og að fleiri hefðu verið að gera fína veiði. Eiður veiðir nær eingöngu á sínar flugur, sem sjá má hérna og notar sín eigin fluguhjól og flugustangir. Sjá hér.