Já, veiðivertíðin hefst á morgun og veðurspáin hefur sjaldan verið jafn góð fyrir fyrsta dag vertíðar. Við munum birta fréttir frá veiðisvæðum á morgun, eftir því sem þær berast.
Veiðifélag Eyjafjarðarár ætlar að bridda uppá þeirri nýjung nú í ár að bjóða uppá vorveiði í ánni. Svæði 0 og 1 munu opna þann 25. apríl. Er um spennandi tilraun að ræða í ánni en eins og margir veiðimenn vita, þá hefur sjóbirtingur verið stækkandi hluti í afla veiðimanna við ána. Bókanir eru hafnar í Eyjafjarðará og er um að gera fyrir veiðimenn að ná sér í dag, hvort sem er í vorveiðina eða sumarveiðina. Sjá nánar hérna.
{gallery}eyja2012{/gallery}