Minnivallalækur á engan sinn líka í heiminum. Kristaltært og frjósamt lindarvatnið veitir umgjörð utan um einhver allra bestu búsvæði urriða sem fyrirfinnast á Íslandi og sennilega víðar um heim. Urriðinn í Minnivallalæk er vænn og árlega veiðas fiskar um og yfir 90cm. Frá því seint í maí þar til í byrjun sept er Minnivallalækur yfirleytt að fullu seldur. Mest eru það erlendir veiðimenn sem veiða þá í ánni. Veiðin hefst í Minnivallalæk þann 1. apríl og lýkur í lok september. Maí og apríl geta verið mjög góðir í ánni og nú í vor er töluvert um laus holl á þeim tíma. Hérna má lesa um Minnivallalæk. Þess má geta að með hverju holli í Minnivallalæk sem keypt er í gegnum veiða.is, fylgir sérvalið flugubox fyrir ána. Hér að neðan eru nokkur video frá Minnivallalæk.

{avsplayer videoid=82 playerid=1}

{avsplayer videoid=118 playerid=1}

{avsplayer videoid=161 playerid=1}

{avsplayer videoid=162 playerid=1}

 

[email protected]