Nú fer að nálgast 1. apríl en frá þeim tíma geta veiðimenn farið að láta sjá sig með stöngina við hin ýmsu vatnasvæði. Hér á vefnum er til kynningar vorveiði í sjóbirting í Grímsá og Laxá í Kjós. Kjósin er þekkt fyrir góða sjóbirtingsveiði, ekki síst á haustin, en á vorin er einnig von á góðum veiðidögum og stórum birtingum. Grímsá er ekki eins þekkt fyrir sterkan sjóbirtingsstofn en reynsla síðasta vors gefur góð fyrirheit og hægt er að gera góða veiði. Veður og aðstæður setja alltaf mark sitt á alla vorveiði en þrátt fyrir erfiða daga í fyrra þá veiddist ágætlega í Grímsá. Í Grímsá kostar stöngin 5.700 kr. í apríl og eru 2 stangir seldar saman.
Kynnið ykkur svæðin hér á síðunni og kannið lausar stangir hjá leigutaka Grímsár og Laxá í Kjós.