Vorveiði – Bíldsfell

Vorveiðin hefst í Bíldsfelli í Soginu  1. maí. Sogið er þekkt fyrir sínar flottu bleikjur og vorið er góður tími til að hitta á hana í Bíldsfellinu og einnig á Torfastöðum í Soginu. Um leið og hlýnar og lífríkið fer af stað, þá fer verður bleikjan virk í fæðisleit.

Veiðin hefst á miðju vori í Bíldsfellinu, eða 1. maí. Við seljum 2 stangir saman í pakka – en veiða má á 3ju stöngina í kaupbæti. Veitt er frá morgni til kvölds, á einni vakt, 8-20. Fluga er leyfilegt agn, og sleppa skal öllum fiski.

Hérna má finna leyfin í Bíldsfellið.

Hérna má finna frétt frá vorveiðidegi í Bíldsfellinu. Flott veiði.

Hérna má finna frétt á mbl þar sem veiðiferð erlendra og innlendra veiðimanna, sem kíktu meðal annars í vorveiði á Torfastaði og Bíldsfell, kemur við sögu.