Nú vorar hratt og hitatölur, hvort sem er í lofti eða legi, fara  hækkandi dag frá degi. Fyrsta maí opna ýmiss veiðisvæði til viðbótar við þau sem opnuðu í apríl. Af þeim má til að mynda nefna Þingvallavatn, Heiðarvatn og Hlíðarvatn. Allt spennandi kostir fyrir vatnaveiðimenn. Upplýsingar um Heiðarvatnið eru hér vinstra megin á síðunni og þar er hægt að finna upplýsingar um hvernig hægt er að nálgast veiðileyfi í vatninu.
Til að ná árangri í vatnaveiði þarf góða ástundun, mikinn áhuga og þann eiginleika að geta hlustað á náttúruna og fiskinn. Einnig er mikilvægt að nýta sér reynslu annarra, eins og Kristjáns hjá Flugur og Skröksögur en hann hefur í Fréttabréfi veiða.is, miðlað af reynslu sinni og veitt góð ráð. Fyrir þá sem vilja mennta sig meira í vatnaveiðinni, er ekki hægt að láta Fréttabréfið og pistla Kristjáns, fram hjá sér fara.
Hægt er að skrá sig á póstlistann hér til hliðar.