Í gær, eftir hádegi, mátti í fyrstu skipti í sumar veiða með öðru agni en flugu í Ytri Rangá. Fram til loka tímabilsins, uppúr miðjum okt, má veiða á flugu, maðk og spún í ánni. Hópurinn sem hóf veiðar eftir hádegi í gær náði að landa 62 löxum í eftirmiðdaginn og svo bættu þeir við 40 löxum í morgun. Samtals komu því 102 laxar á land á fyrsta degi í blönduðu agni. Áin er að fullu seld fram til 24. sept og fram til mánaðamóta eru nokkrar lausar vaktir í Ytri. Töluvert er síðan laust í október en eftir 5. okt lækkar verð veiðileyfa í kr. 16.000 pr. stangardag. Hér má sjá lausa daga í Ytri Rangá í haust.