Fyrstu veiðidagar tímabilsins, hér sunnanlands, hafa frekar verið í líkingu við góða maídaga, heldur en fyrstu daga apríl mánaðar. Hlýtt hefur verið í veðri og vindur viðráðanlegur að mestu leyti. Veiðin hefur verið eftir því – fiskurinn virðist vera kominn í fæðuleit og takan hefur verið fín víðast hvar. Hér að neðan eru fréttir frá nokkrum svæðum.
Mynd: Birtingur sem kom á land á Hvítársvæðinu við Skálholt um helgina.
Hólaá, Útey: Veiðin á Úteyjarvæðinu hefur verið mjög góð. Mikið hefur verið að urriða í ánni, alveg frá útfalli og niður að veiðimörkum. Veiðimenn hafa gert góða veiði á straumflugur, en einnig má veiða á spún á þessum árstíma. Heildarfjöldi fiska sem skráður er í bók er rétt um 150. Töluvert er af lausum stöngum í vikunni. Sjá hérna.
Brúará, Skálholt: Veiðin hjá þeim sem „opnuðu“ Skálholtssvæðið í Brúará var góð. Nokkrir birtingar, bleikjur og staðbundnir urriðar komu á land – flestir fiskar komu á flugu, en einnig á komu fiskar á spún. Hérna má finna lausar stangir og daga. Munið svo að skrá veiðina hérna, inná hafogvatn.is
Hvítá, Skálholt: Veiðin hjá þeim sem kíkt hafa á Skálholtssvæðið í Hvítá síðustu daga hefur verið mjög fín. Bæði hafa Birtingar, staðbundnir urriða og niðurgöngu laxar veiðst. Birtingar uppí um 80 cm og stærsti laxinn um 88cm langur. Við hvetjum alla til að fara mjög varlega með niðurgöngu laxa og birtinga og sleppa þeim eins fljótt og hægt er. Hérna má finna laus leyfi og hérna skal skrá veiði, inná hafogvatn.is
Brúará, Spóastaðir: Veiðin á Spóastaðasvæðinu hefur einnig farið vel af stað – bæði er að veiðasta bleikja og birtingur. Við hvetjum alla sem veiða á svæðinu í sumar til að skrá aflann hérna – hérna má finna laus leyfi.
Sog, Torfastaðir: Veiðin er að rúlla af stað á Torfastöðum. Veiðimenn sem voru við veiðar um helgina náðu rúmlega 10 bleikjum – tökur voru grannar og bleikjan nokkuð dreifð. Hérna má finna leyfin á Torfastaði.