Veiðin í Affallinu í sumar hefur verið mjög góð. Veiðin er núna komin í um 500 laxa en síðasta holl var með um 50 laxa skráða. Nóg er eftir af tímabilinu í Affallinu en Veitt er fram í miðjan október.
Veitt er á 4 stangir í Affallinu og eru þær seldar saman í 2ja daga pökkum. Verðið á stangardaginn á þeim hollum sem laus eru í haust er kr. 20.000 og 30.000. Leyfilegt er að að veiða á flugu og maðk.