Við sögðum um helgina frá góðri veiði Eiðs Valdemarssonar í Vífilsstaðarvatni. Hann kíkti aftur í vatnið í dag og sagði m.a. þetta á Facebókarsíðu sinni: „Skrapp í Vífó í dag frá 13.00 til 16.00. Ekki var veðrið upp á marga fiska en töluverður vindur var og kalt enda hálfskýjað. Sólin lét bíða eftir sér fyrsta klukkutímann en svo fór að rofa til bæði í veðrinu og veiðinni. Ekki var ég var við fisk fyrr en sólin lét sjá sig og frá 14 til 16 fékk ég 7 bleikjur, ein um 1.1kg en hinar 6 fengu frelsið á ný vegna smæðar. Nokkrir veiðimenn voru mættir á bakkann um þrjú leitið og fengu allir fiska sem var ýmist sleppt eða hirtir og einn landaði flottri 2-3p bleikju. Veðrið var dásamlegt um fjögur leitið og uppítökur um allt vatn og fiskur að velta sér.“

Það skiptir að sjálfsögðu máli að vera með „réttu“ flugurnar í vatnið og hann Eiður er svo sannarlega með þær. Hann veiðir nær eingöngu á eigin flugur. Hægt er að kaupa box frá honum hér á veiða.is.

{gallery}vifa{/gallery}

[email protected]