Við höfum verið að bíða eftir þvi Sogið hrykki í gírinn. Árnar á suðurlandi hafa verið svolítið seinar til og Sogið er ekki undantekning frá því. Síðustu 2 daga, í gær og í dag, hefur hinsvegar mikið af fiski verið að ganga inná og í gegnum Alviðru svæðið.

Veiðimaður sem kíkti á Alviðruna í gær, setti í 3 laxa á skömmum tíma. Hann landaði einum þeirra og missti hina 2 eftir snarpa baráttu.

Veiðimaður sem kíkti á Alviðruna í dag, 12. júlí, lenti í ævintýrum á Breiðunni og Öldunni. Hann sagði okkur að hann hefði séð 2 göngur koma inná svæðið, mikið líf og mikið „action“. Hann setti í 5 laxa núna í eftirmiðdaginn, landaði 3 þeirra og missti 2. Hann var eini veiðimaðurinn á svæðinu og hefði veislan getað orðinn stærri, ef fleiri hefðu staðið við bakkann.

Við eigum lausar stangir næstu 2 daga og seljum við stakar stangir þá daga. 1 til 3 stangir. Sjá hérna.

Myndir frá deginum í gær og dag.

Einnig eru laust á Torfastöðum á morgun. Hörku bleikjuveiði hefur verið í allt sumar en Torfastaðir eru einnig gott svæði til að hitta á lax í göngu – lax sást stökkva neðst á svæðinu í dag. Hér má finna daga á Torfastöðum.