Veiðileyfi í Hvítá
Staðsetning: Veiðisvæðið að Bjarnastöðum er um 9 km frá Húsafelli, 112 km frá Reykjavík og um 57 km frá Borgarnesi.
Leyfilegt agn: Sumarið 2012 er einungis leyft að veiða á Flugu.
Fiskur: Á svæðinu veiðist bæði bleikja og lax. Skylt er að sleppa allri bleikju sem veiðist og helst bera að reyna að forðast að setja í bleikjuna á svæðinu.
Veiðitími: Júlí til loka september.
Stangafjöldi: 2 stangir.
Daglegur veiðitími: Enginn sérstakur.
Um ánna: Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrarsýslu. Hvítá er 10. lengsta á Íslands. Veiðisvæðið fyrir landi Bjarnastaða er 2 km að lengd.
Aðstöðuhús: Nei, ekkert slíkt er á svæðinu.
Umsjónarmaður: Bjarnastaðarbændur.
Hvar er hægt að nálgast veiðileyfi: Hægt er að fá upplýsingar um veiðileyfi með því að senda póst á [email protected] eða með því hringja í símanúmerið 696-2479/822-2479. Sjá einnig www.bjarnastadir.is.