Brennan og Straumar í Borgarfirði eru 2 af betri laxveiðisvæðunum á vesturlandi. Veitt er með 2 stöngum í Straumunum og 3 stöngum í Brennunni. Í júní og júlí er fluga eina leyfilega agnið en þegar kemur inní ágúst þá er einnig leyfilegt að veiða á spún á þessum svæðum.
Fín veiðihús eru við þessi svæði og eru svæðin upplögð fyrir fjölskyldur og vinahópa. Húsin eru mjög nálægt veiðisvæðinu og í raun þarf ekki nota bíl þegar þessi svæði eru veidd.
Nú höfum við sett inná vefinn nokkur holl í Brennu og Straumana sem eru á betra verði. Gefinn er afsláttur frá fullu stangarverði.
Hérna má finna veiðileyfi í Brennuna og hérna má finna veiðileyfi í Straumana.