Skálholtssvæðin í Brúará og Hvítá komu í sölu fyrir 2 árum – svæðin voru í einkanýtingu og lítið almenn þekking var á helstu stöðum – frá því að svæðin  komu í sölu, þá höfum við svæðið verið kortlagt og ágætis þekking byggst upp, þó enn megi gera betur.

Brúarársvæðið nær frá Spóastaðasvæðinu að neðanverðu og niður undir ármótin við Hvítá. Svæðið er fjölbreytt og nokkuð stórt. Aðgengi að svæðinu er ágætt, en þó þurfa veiðimenn að ganga nokkuð til að komast yfir svæðið miðhluta og neðri hlutann.  Ofarlega á svæðinu má finna nokkra hveri, – bæði á bökkum árinnar en einnig útí miðri ánni. Veiði á því svæði hefur verið góð undanfarna sumur og hafa veiðimenn t.d. verið að fá fiska við Hveraskott, Hverahólma og Litlahver.

Hvítársvæðið í landi Skálholts nær frá ósi Undapolls við svokallað Torfholt, sem er nokkru neðan við Hvítárbrú við Laugarás, og niður alla Skálholtstungu, um 4-5 km niður að ármótum við Brúará. Veitt er með 2 stöngum á þessu svæði og eru þær stangir seldar saman í pakka. Veiðimenn hafa fundið góða veiðistaði víða á svæðinu, bæði þegar svæðið hefur verið stundað í vorveiðinni og einnig á sumrin. Svæðið á mikið inni að okkar mati og vonum við að ástundun verði enn meiri í sumar.

Verði veiðileyfa er stillt í hóf á bæði svæðin. Verð veiðileyfa í Hvítá er 7.500 fyrir stöngina á vorin en á laxatímanum er verðið frá 14.000-19.000. Tvær stangir eru seldar saman.

Verð veiðileyfa á Brúarársvæðið er kr. 3.900

Leyfilegt agn á bæði svæði er fluga – maðkur – spúnn.

Hérna á finna leyfi í Vorveiðina í Hvítá

Hérna má finna leyfi í sumarveiðina í Hvítá

Hérna má finna veiðileyfi í Brúará