Við vorum að setja í sölu nokkur holl í Fáskrúð í Dölum – Tvö holl núna í ágúst, 11-13. og 17-19. ágúst. Bæði þessi holl eru á góðu tilboði.

„Fáskrúð í Dölum er fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi laxveiðiá sem skilur að Laxárdalshrepp og Hvammssveit en áin á upptök sín á Gaflfellsheiði tugi kílómetra frá sjó og fellur svo til sjávar í Hvammsfjörð um 8 km fyrir norðan Búðardal. Áin liðast ein um 20 km leið til sjávar en laxgenga svæði hennar er um 12-14 km langt og hefur 36 merkta veiðistaði. Áin getur talist frekar aðgengileg sem laxveiðiá þrátt fyrir stórgrýtt og magnað landslag á köflum. Veitt er á 2-3 stangir í Fáskrúð og eina leyfilega agnið er Fluga. Veiðileyfin eru ætíð selda saman í einum pakka, hvert holl.“

Hérna má sjá lausu hollin í Fáskrúð í sumar og haust.