Veiðitímabilið hófst í morgun í Ytri Rangá. Veiðin í nágranna ánni, Eystri Rangá, hefur farið vel af stað og því voru veiðimenn vongóðir um að laxinn væri mættur. Vatnsleysið hrjáir Ytri Rangá ekki, enda eitt vatnsstöðugasta vatnsfall landsins.

Við heyrðum rétt í þessu frá veiðimönnum sem eru við ána, en klukkan 10:00 voru 9 laxar komnir á land. 6 þeirra komu á land á Rangarflúðunum, 2 í Ægissíðufossi og einn á Klöppinni. Veiðimenn settu að sjálfsögðu í fleiri laxa. Við bíðum frekari frétta.

Það voru að losna 2 stangir 23. og 24. júní í Ytri Rangá – Sjá þær hérna.