Veiðin hófst í Laxá í Aðaldal í morgun en yfirleitt er athygli manna mest á Æðarfossasvæðinu, fyrstu daga tímabilsins. Við heyrðum í Jóni Helga Björnssyni, sem var við veiðar í morgun ásamt börnum sínum, og báðum um smá skýrslu.

„Þrír fiskar komu á land en sett var í 6 í Æðarfossunum í morgun. Fyrsti fiskurinn sem sett var í var 94 cm hængur úr Fosspoll. Hann vildi ekki myndatökumynd og slapp úr höndum manna þegar taka átti og veiðimaður var Vigfús bjarni Jónsson.
Aðstæður voru erfiðar kalt og hvasst en nóg vatn. Flugurnar voru abbadís og frances. Slæðingur var af laxi og fiskurinn lúsugur.“

Myndir: Önnur myndinn er af 90 cm hæng úr Kistuhyl og veiðimaður er Jón Helgi Björnsson og með honum börn hans Björn Gunnar og Sjöfn Hulda. Síðasta myndin er af Höllu Bergþóru Björnsdóttur með 86 cm hrygnu úr kistukvísl sem er fyrsti fiskurinn sem kom á land.

Hér á veiða.is má finna lausa stöng í Laxá í Aðaldal, Laxamýrarsvæðið, nú á næstu dögum – sjá hér.