Laxveiðivertíðin hófst í byrjun júní og fátt hefur meira verið rætt en þurrkatíðina sem gerir veiðimönnum lífið leitt, í mörgum laxveiðiánum. Eystri Rangá og Ytri Rangá eru þó meðal þeirra áa sem vatnsleysi hrjáir ekki – Veiðin hófst í Eystri Rangá í morgun en hún hefst í Ytri Rangá eftir rétt um viku.

Veiðin í Eystri Rangá fór vel af stað. Veiðimenn sáu lax víða og voru ánægðir með fyrstu vaktina og sögðu hana lofa góðu. Í heild komu 6 laxar á land, frá 74 – 89 cm langir. Veiðimenn misstu jafnframt nokkra stóra. Hér að neðan er veiðimaður með fisk af bátsvaðinu frá því í morgun.

Nú er stækkandi straumur og stórstreymi strax eftir helgina. Hérna má finna leyfi í Eystri Rangá en nokkrar stangir eru lausar 

KAUPA VEIÐILEYFI Í EYSTRI RANGÁ