Nú eru sumarfríin komin á fullt og fólk í ferðalögum og bústöðum útum allt land. Þessar vikurnar er líklega sá tími á ársins sem flestir stunda stangveiði að einhverju marki. Við höfum heyrt fréttir af fínni veiði í hálendisvötnum og Þingvallavatnið hefur verið að gefa vel. Í dag fréttum við af flottri morgunveiði í Laugarvatni en vatnið á það til að gefa feykilega flotta veiði. Við birtum fyrir nokkru þessa frétt af fínni veiði í vatninu en nú voru það félagarnir Steinar Karl Kristjánsson og Þórður Sturluson sem kíktu á vatnið og þegar veiða.is heyrði í þeim voru þeir búnir að veiða vel.
Þó svo að hægt sé að hitta á væna bleikju víða í Laugarvatninu þá eru að sjálfsögðu ýmsir staðir betri en aðrir. Steinar og Þórður voru við veiðar sunnanmegin í vatninu, við Útey í morgun og voru komnir með 20 flotta fiska um hádegisbil. Þar af var þessi 4 punda urriði.
Við hvetjum veiðimenn til að vera duglega að senda okkur fréttir og myndir af veiði.