Eigendur og leigutakar Lax- og silungsveiðiáa á Íslandi eru á meðal þeirra sem hafa tekið á sig töluverðan skell vegna ferðatakmarkana til landsins. Óvissa í vor um framvindu Covid leiddi til þess að margir veiðimenn hættu við að koma til landsins og afbókuðu áður bókaðar veiðiferðir. Þegar ljóst var að Ísland myndi taka upp skimanir á landamærum, 15. júní þá rættist töluvert úr og fjöldi Evrópskra veiðimanna skilaði sér til landsins. Fjölgun nýrra smita hér innanlands hefur hinsvegar leitt þess að nú seinni hluta tímabilsins, munu hluti erlendra veiðimanna sem ætluðu ekki skila sér til landsins.
Covid Tilboð á stöngum í Ytri Rangá – Norskar Forfallastangir
Töluverður hluti þeirra erlendu veiðimanna sem sækja Ytri Rangá heim, eru frá Noregi, m.a. í ljósi þess að leigutaki Ytri Rangár er Norskur. Ísland var sett á rauða listann í Noregi nú í vikunni, og þess vegna munu norskir veiðimenn sem eiga bókaðar næstum allar stangirnar í Ytri Rangá á tímabilinu 20-28. ágúst, ekki komast til landsins. Þessar stangir eru nú seldar á um 50% afslætti:
Tilboð: Veiðileyfi + gisting/fæði fyrir 1 mann, á kr. 98.000. Fullt verð kr. 195.000
Hérna er hægt að bóka þetta frábæra tilboð, húsgjald fyrir 1 veiðimann innifalið í verðinu.