Fossá í Þjórsárdal er ein besta síðsumars laxveiðiá á suðurlandi. Veitt er með 2 stöngum á laxasvæðinu í Fossá, sem byrjar fyrir neðan Hjálparfoss og nær niður að ármótum við Þjórsá. Fluga er eina leyfilega agnið og öllum laxi er sleppt.

Þegar líður á sumarið þá skríður alltaf meira og meira af laxi uppí Fossá, úr Þjórsá. Á góðum dögum í lok ágúst og í september, þá setja veiðimenn oft í vel á annan tug laxa, sem flestir eru vænir. Vegna Covid reglna, þá komu nokkrir dagar í lok ágúst í vefsöluna. Sjá hér.