Fossá í Þjórsárdal er fyrst og fremst síðsumarsá, ágúst og September eru bestu mánuðirnir. Fossá rennur í Þjórsá, efst í Þjórsárdalnum. Veitt er á 2 stangir á laxasvæðinu og Leyfilegt agn er fluga. Ekkert veiðihús er á svæðinu og seldir eru heilir dagar, frá morgni til kvölds.
Veiðimenn sem voru í Fossá föstudaginn 17. ágúst gerðu fína veiði. Sáu þeir töluvert af laxi ofarlega í ánni, í hylnum fyrir neðan Hjálparfoss og stöðunum þar fyrir neðan en einnig við raflínuna, neðarlega í ánni. Lönduðu þeir 2 fínum löxum og einnig nokkrum bleikjum.
Besti tíminn er framundan í Fossá og eigum við nokkra lausa daga. Sjá hérna.
