Í dag var fyrsti veiðidagurinn í Hlíðarvatni við Selvog og með sanni má segja að vatnið hafi tekið vel á móti veiðimönnum. Hér á veiða.is má finna veiðileyfi í vatnið frá veiðifélaginu Árbliki en það ræður yfir 2 stöngum af 14 við vatnið. Veiðimenn Árbliks sem voru við veiðar í dag náðu 52 bleikjum og 1 sjóbirtingi sem er aldeilis ótrúlega góð veiði. Stærsta bleikjan var 2kg. Mesta veiðin var við Austurneshólma og í Skollapollum og var það Engjaflugan og taylor sem gáfu best. Frábær byrjun á veiðitímabilinu.

 Á myndinni hér að ofan er Vignir Arnarson með stóra bleikju sem hann veiddi í Hlíðarvatni í dag.