Veiðileyfi í Gufuá eru nú aðgengileg hérna á vefnum.

Veiðileyfi í Gufuá hafa verið í sölu hér á veiða.is í nokkur ár og því þekkja viðskiptavinir okkar nokkuð vel til árinnar. Gufuá getur orðið fremur vatnslítil á þurrkasumrum en þá er það yfirleitt neðsta svæðið sem heldur veiðinni upp í ánni. Gufuá deilir ósasvæði með Hvítá í Borgarfirði og þegar fellur að, þá þrýstist vatn úr Hvítá uppí neðstu veiðistaði Gufuár og svæðið fer stundum allt á flot. Þegar svo fer að falla út aftur og laxinn fer að koma sér fyrir aftur, lenda veiðimenn oft í ævintýralegri veiði. Hérna má finna góða veiðistaðalýsingu frá Gufuá

Verð veiðileyfa í Gufuá er frá kr. 19.850 – 35.700 stöngin á dag. Lítið einfalt veiðihús eða veiðikofi fylgir með veiðileyfum í Gufuá og geta veiðimenn komið í hús að kveldi fyrir veiðidag og þeir þurfa að yfirgefa húsið og hreinsa það, áður en næstu veiðimenn koma í hús.