Hvolsá og Staðarhólsá falla í einum ósi til sjávar í Saurbæ, Dalasýslu. Hvolsá sjálf er 9 km. löng þangað sem Svínadalsá og Brekkudalsá sameinast. Staðarhólsá er laxgeng 7,5 km að fossi hjá Kjarlaksvöllum. Norðan við ósana er varnargarður sem myndar lón sem stendur eftir þegar fjarar, en sjór fellur upp í báðar árnar.
Meðalveiði áranna 1974 til 2008 er 166 laxar og 5-600 bleikjur.
 
Almennar upplýsingar
Staðsetning: Fjarlægð frá Reykjavík ca. 180 km.
Veiðisvæði: Öll Hvolsá og Staðarhólsá ásamt lóninu.
Tímabil: Veiðitíminn er frá 1. maí – 30. september.
Daglegur veiðitími:  Veitt er frá kl. 7.00 til 13.00 og 16.00 til 22.00 daglega.
Fjöldi stanga:   4
Leyfilegt agn:   Fluga og maðkur.
Vinsælar flugur:  Heimasætan, Bleik og Blá, Dentis og ýmsir Kúluhausar
Veiðihús: Góð aðstaða er í veiðihúsinu Árseli sem er staðsett við Þjóðveginn skammt frá Hvolsá. Í húsinu er m.a. fjögur tveggja manna herbergi og tvö eins manns herbergi, góð borðstofa og setustofa með sjónvarpi og góðum stólum. Koma má í hús kl. 15 á veiðidegi, og yfirgefa skal húsið eigi síðar en 13:30.
 
{gallery}hvolsa{/gallery} 
 
 
Veiðileyfi og frekari upplýsingar: [email protected]