Nú eru laus veiðileyfi í Laugardalsá komin á veiða.is.  Laugardalsá er ein albesta laxveiðiá landsins og líklega sú besta á Vestfjörðum. Veitt er með 2 til 3 stöngum í ánni og að meðaltali veiðast í henni á bilinu 250-450 laxar á sumri en meðalveiði síðustu 10 ára er 374 laxar. Laugardalsá er staðsett utarlega í Ísafjarðardjúpi. Áin er fremur nett veiðiá, hentug fyrir einhendur og smáar flugur. Áin er hentug fyrir smærri hópa sem kjósa að vera útaf fyrir sig við veiðar í fallegu umhverfi og í góðri á, fjarri „mannabyggðum“. Gott veiðihús fylgir með veiðileyfunum. Einungis er Veitt með flugu í Laugardalsá.

Hérna má sjá lausa daga í Laugardalsá.