Laxveiðivertíðin er að hefjast – nokkur svæði “opna” fyrri hluta júní en flest “opna” í lok júní eða í byrjun júlí.
Vel hefur bókast inn á þau Veiðisvæði sem eru hérna á vefnum en við viljum samt vekja athygli á nokkrum lausum dögum og hollum á nokkrum af þeim veiðisvæðum sem eru á vefnum.
Hvolsá og Staðarhólsá: Einungis eru örfá laus holl í Hvolsá og Staðarhólsá þetta sumarið. Í júlí er hollið 3-5. Júlí laust. Svo eru nokkur holl laus í lok September. 4 stangir eru seldar saman í 2 daga í senn – leyft er að veiða á flugu og maðk. Gott hús fylgir. Sjá hér,
Hvannadalsá: Hvannadalsá við Ísafjarðardjúp er 2ja stanga laxveiðiá – við seljum 2-3 daga í senn. Áin er Meira eða minna uppbókuð frá 17. Júlí og fram í byrjun sept, með 3 undantekningum. Ágúst hollin 11-13., 22.25. og 25-27. Ágúst eru laus. Svo eigum við laus holl fyrri hluta ágúst. Síðasta sumar var veiðin mjög góð í júlí, en almennt er seinni hluti sumarsins bestur. Frábært sjálfsmennsku veiðihús er við ána. Sjá hér,
Hallá: Hallá er 2 stanga laxveiðiá á Skagaströnd. Áin er 12 km löng með fjölbreyttum veiðisvæðum. Fínt hús er við ána. Örfá laus holl í sumar. 2-4. Júlí, 26-28. Ágúst, 3-5. Sept, 9-11. Sept, 15-17. Sept og 17-20. Sept. Kikið á daga og verð hérna.
Laxá í Miklaholtshreppi: Seldar eru 2 stangar saman í pakka í Laxá, stakir dagar frá morgni til kvölds. Nett laxveiðiá sem skilað hefur ævintýradögum. Sjá hérna.
Gufuá í Borgarfirði: Seljum 2 stangir í Gufuá, stakar eða saman. Stakir dagar. Fluga og maðkur. Lausir Stórstreymisdagar í ánni í sumar. Kíkið á dagana og verð.
Við erum með fleiri svæði á vefnum, en yfirlitið yfir laxveiðiárnar er hérna.