Laxá í Aðaldal er klárlega ein þekktasta laxveiðiá landsins. Laxá skiptist í nokkur svæði en þekktasta svæðið, það vinsælasta og líklega það besta, hefur verið nefnd Nesveiðar einu nafni. Á hverju sumri veiðist fjöldinn allur af stórlöxum á svæðinu, löxum um og yfir 20 pundin. Síðasta sumar, sumarið 2013, veiddust 2 stærstu laxar ársins hér á landi, á Nessvæðinu. Veitt er á 8 stangir á svæðinu og leyfilegt agn er fluga.
Aðaldalurinn og umhverfið þar í kring, er eitt fallegast svæði landsins og er óhætt að fullyrða að upplifi veiðimaður það að glíma við stórlax í Laxá í Aðaldal, þá verður það upplifun sem aldrei mun gleymast.
{gallery}nes{/gallery}
Veiðitími: Fyrri hluta sumars er veiðitími frá kl. 07 – 13 og 16-22 en þegar líður á sumarið færist seinni vaktin framar.
Leyfilegt agn: Eingöngu fluga, líkt og annar staðar í Laxá.
Veiðireglur: Öllum laxi skal sleppt aftur að viðureign lokinni. Gangið snyrtilega og vel um Árbakkana. Bátar eru til taks á nokkrum veiðistöðum; notkun báta er á ábyrgð þeirra sem þá nota, vinsamlega notið vestin sem eru í veiðihúsinu.
Veiðihús: Veiðiheimilið Árnesi. Þar eru sjö tveggja manna herbergi m/baði auk tveggja eins manns herbergja. Skyldufæði er í húsinu.
Leiðarlýsing að veiðihúsi: Beygt er af Húsavíkurvegi, nokkurn veginn gegnt Hafralækjarskóla og félagsheimilinu Ýdölum við bæjarmerki Árness og stendur veiðihúsið á bæjarstæðinu. Frá Húsavík að Árnesi er um 15 mín akstur.
Veiðileyfi og frekari upplýsingar: Fyrir frekari upplýsingar um veiðileyfi á Nessvæðinu, skal senda póst á [email protected] en einnig hægt að hringja í síma 895 7984 (Hermóður) eða 866 3586 (Árni Péturs).