Síðustu daga og vikur höfum við heyrt og séð fréttir af því að laxar eru mættir í flestar íslenskar ár og nú getum við staðfest að laxinn er mættur í aflahæstu laxveiðiá síðasta sumars, Ytri Rangá. Pálmi Ísólfsson kíkti í Djúpósinn við annan mann í gær, og þeir sáu amk. einn vænan 2ja ára lax sem var búinn að koma sér þar fyrir. Veiði hefst í Ytri eftir rúma 10 daga og er spenningurinn orðinn mikil hjá veiðimönnum. Fram til 6. júlí kostar stöngin í Ytri Rangá kr. 25.000. Hér má sjá hvað er laust á þeim tíma.