Leirá er í Leirársveit, skammt frá Laxá sem er kannski þekktari áin í sveitinni. Áin, sem er lax og sjóbirtingsá er frekar nett veiðiá en til að ná góðum árangri í henni er mikilvægt að fara varlega um bakka hennar og nota nettar græjur. Fín sjóbirtingsveiði er oft á vorin og í maí og júní veiðist oft bleikja í ósnum.

Góð aðkoma er að ánni, sérstaklega neðri hluta hennar.

 

Almennar upplýsingar

Staðsetning: ca. 35 mínútur frá Reykjavík
Veiðisvæði: 24 merktir veiðistaðir
Veiðitímabil: 1. apríl – 30. september
Fjöldi stanga: 1
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur (kvóti 3 fiskar)
Helstu flugur
Veiðifyrirkomulag: Veitt er frá morgni til Kvölds

Veiðitölur: Síðustu ár hafa 50-60 laxar veiðst á sumri og sambærilegt af birtingi.

Veiðihús: Gisting í fínu veiðihúsi fylgir leyfunum.

 

Veiðileyfi og frekari upplýsingar:  Engin leyfi eru seld í Leirá sumarið 2014 – leigutakar munu nýta ána sjálfir.

[email protected]