Litla-Þverá rennur í Þverá. Hún er laxgeng um 12 kílómetra að Kambfossi. Í Litlu-Þverá eru nokkrir mjög góðir veiðistaðir. Litla-þverá var seld sumarið 2013 í fyrsta sinn sem sér veiðisvæði. Þar sem um fyrsta ár í sérsölu var að ræða, þá var áin veidd í aðeins 45 daga á 2 stangir. Það sumar var veiðin 132 laxar og gekk veiði því vonum framar þetta fyrsta ár. Eftir þetta fyrsta sumar var ákveðið að fjölga veiðidögum í ánni. Veiðin sumarið 2014 og 2015 var brokkgeng og spilaði þar m.a. inní að vatnsbúskapur var erfiður. Fyrir veiðitímabilið 2016 hefur verið ákveðið að fækka dögum aftur, hefja veiði í byrjun ágúst og veiða fram undir 20. september.
Áin er mjög aðgengileg. Hún fellur efst í lágu gljúfri en svo fram á láglendi . Þar einkennast hyljir af grasbakka og malarbökkum. Áin er um 12 km löng með fjölda veiðistaða. Gullskemmtileg lítil á í hjarta Borgarfjarðar.
{gallery}litla{/gallery}
Veiðitímabil: 6. júlí – 15. sept
Fjöldi stanga: 2 stangir – Litla-Þverá er seld í 2ja daga hollum.
Leyfilegt agn: Fluga eingöngu.
Veiðireglur: 2 smá laxar á stöng á dag. Kvóta má ekki færa á milli stanga eða stangadaga. Stórlaxi skal sleppt.
Veiðihús: Gott veiðihús fylgir með leyfum í Litlu-Þverá. Um er að ræða sumarhús sem gistir 5 í rúmum, kojum og svo er að sjálfsögðu hægt að tjalda fyrir utan ef hópurinn er stærri. Heitt og kalt vatn, góður eldhúskrókur og allt til alls. Ekki er heitur pottur við húsið.
Litla þverá veiðihús leiðarlýsing
Ekið er yfir litlu þverá. Beygt til vinstri fram hjá Þverárrétt. Hægri beygja við Helgavatn, – Skilti merkt veiðihús við afleggjara-
Ekið framhjá veiðihúsinu við Þverá, yfir pípuhlið síðan ca 200 – 300 metra. Vinstri beygja afleggjari merktur“ Ullarskarðssund“ Veiðihúsið er fyrsta hús á hægri hönd
Villist menn af leið þá er síminn hjá Steina veiðiverði 863 7374
Rétt er að taka það fram að þurrkatíð getur Litla Þverá orði vatnslítil . Við þær aðstæður dregst veiði að öllu jöfnu saman. Áin er því hóflega verðlögð.
Stangardagurinn er á aðeins kr 24.700
Frekari upplýsingar: [email protected]
Hér er hægt að finna upplýsingar um laus holl í Litlu-Þverá.
Leiðarlýsing að veiðihúsi: