Ytri Rangá hefur mörg síðustu ár verið ein aflahæsta laxveiðiá landsins. Meðalveiði í ánni síðustu 9 árin eru rúmir 6.600 laxar á sumri. Laxasvæðinu í Ytri Rangá er nú skipt uppí 4 svæði en á hverju svæði er leyfðar 4 stangir. Svæðið nær frá Árbæjarfossi að ofanverðu að Djúpós að neðanverðu. Laxveiðin í Ytri byggir að mestu á seiðasleppingum. Mest var veiðin sumarið 2008 þegar 14.315 laxar komu á land.
Eins og gengur og gerist í ám, þá er áramunur á því hvaða hyljir eru að gefa mest. Hér að neðan er 9 ára meðaltal fyrir valda hylji í ánni.
Nafn | Meðaltal |
Djúpós | 499 laxar |
Hrafnatóftir | 146 laxar |
Klöppin | 618 laxar |
Rangarflúðir | 691 laxar |
tjarnarbreiða | 561 laxar |
Stallmýrarfljót | 218 laxar |
Hér eru kort af ánni: Nr. 1 og Nr. 2
Bókanir eru í gangi fyrir Ytri Rangá fyrir komandi tímabil. Verð veiðileyfa er frá kr. 20.000 fyrir daginn. Hér má sjá lausa daga og verð. Einnig er hægt að senda póst á [email protected] fyrir nánari upplýsingar.