Minnivallalækur í Landsveit á fáa sína líka í heiminum. Kristaltært og frjósamt lindarvatnið veitir umgjörð utan um einhver allra bestu búsvæði urriða sem fyrirfinnast á Íslandi og sennilega víðar um heim. Veiði hófst í læknum þann 1 apríl.

 

Opnunarhollið náði ekki að landa neinum fiski en í samtali við okkur í gær sagði Þröstur Elliðason leigutaki Minnivallalækjar að tveir menn hefðu farið í lækinn í gær, 3. apríl og náðu þeir 7 flottum urriðum. Sá stærsti var um 5 pund en flestir voru á bilinu 3-4 pund. Urðu þeir var við fisk víða.

Minnivallalækur er spennandi kostur í vorveiðinni. Eftir því sem líður að sumri, hitastig árinnar vex og veður batnar verða skilyrði til veiða en betri. Nokkuð er um lausa daga nú í apríl og maí.

[email protected]