Minnivallalækur á fáa sína líka í heiminum. Kristaltært og frjósamt lindarvatnið veitir umgjörð utan um einhver allra bestu búsvæði urriða sem fyrirfinnast á Íslandi og sennilega víðar um heim. Staðsetning lækjarins á yngsta landsvæði landsins gerir það að verkum að þegar vatnið kemur upp á yfirborðið undan hrauninu er hitastig þess mjög jafnt, leiðnin há og frjósemi mikil. Við þessi skilyrði er skordýralíf í blóma og sökum þess hversu hægrennandi lækurinn er hentar hann urriða feykivel.
Veitt er að hámarki með 4 stöngum dag hvern dag í Minnivallalæk og eru stangirnar 4 bókaðar saman í pakka, yfirleitt í 2-3 daga í senn. Mjög gott hús sem stendur veiðimönnum til boða, er við lækinn og er húsið, með uppábúnum rúmum og þrifum innifalið í verði veiðileyfa. Heitur pottur er við húsið.
Fluga er eina leyfilega agnið og skal öllum urriða sleppt. Árlega veiðast fiskar vel yfir 10 pund og sum árin eru stærstu fiskarnir nærri 20 pundum.
Veiðitímabilið hefst þann 1. apríl við Minnivallalæk og er upplagt fyrir vinahópa að starta veiðitímabilinu við Minnivallalæk. Snjór er allur af láglendi og stutt er í að urriðinn fari á stjá á ný. Hérna má finna nokkur vorholl, í apríl og maí.