Mýrarkvísl er ein af mörgum hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir góða meðalþyngd og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ós Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár þá er ekki hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er frekar nett veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til þess að ná góðum árangri.

Salmontails, sem einnig er með Laxá á Ásum, hefur verið leigutaki Mýrarkvíslar síðustu misserin en verður það ekki áfram. Samkvæmt formanni veiðifélags Mýrarkvíslar mun áin fara í útboð vonbráðar. Mýrarkvísl hefur verið veidd með 3 stöngum og hefur fluga verið aðal agnið í ánni en þó hefur maðkur verið leyfður á einu af þremur svæðum. Ekkert veiðihús hefur verið við ánna en fyrirhugað er að gera breytingar á því.

Áhugavert verður að fylgjast með hver eftirspurnin verður eftir þessu fallega veiðisvæði.

Hér er hægt að lesa meira um Mýrarkvíslina og sjá nokkrar magnaðar myndir frá ánni.